Fjölmargar stúlkur haft samband og sagt frá dreifingu nektarmynda á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 12:51 Rebekka Ellen vill leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á netinu og hjálpa öðrum í sömu sporum og hún var í. vísir/vilhelm Rebekka Ellen Daðadóttir sem deilir reynslu sinni af stafrænu kynferðisofbeldi í nýjasta Kompás hefur stofnað síðu á Instagram þar sem hún vill vera til staðar fyrir aðra sem hafa lent í sömu aðstæðum og vonast til að geta búið til vettvang fyrir fræðslu. Í Kompás er fjallað um kynferðisofbeldi á netinu, um þann mikla fjölda barna sem taka af sér nektarmynd og senda frá sér sem síðan fer í dreifingu og endar jafnvel á klámsíðu. Í þættinum segir Rebekka Ellen sögu sína en hún var aðeins þrettán ára þegar nektarmynd af henni fór í dreifingu um allt bæjarfélagið og endaði á klámsíðu. Í síðustu viku stofnaði Rebekka Ellan Instagram-reikninginn Mín_eign þar sem hún hvetur ungmenni til að hafa samband og senda sér sína sögu. „Ég átti alls ekki von á svona miklum viðbrögðum. Ég er búin að fá rosalega margar sögur frá stelpum, undir lögaldri eða sem voru undir lögaldri þegar þetta gerðist fyrir þær. Þetta eru rosalegar tölur og aðeins toppurinn á ísjakanum,“ segir Rebekka Ellen. Hún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist hafa stofnað síðuna til að opna umræðuna og halda henni gangandi svo brotaþolar þori að stíga fram. „Lokamarkmiðið er að vera með fræðslu í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir unga krakka. Einnig að fræða foreldra og aðstandendur barna um hvernig þeir geta tekið á þessu og hjálpað börnunum. Við getum aldrei bannað krökkum að senda af sér myndir en við getum frætt þau um hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér ef myndin fer í dreifingu.“ Rebekke Ellen segir kominn tíma til að sníða kynfræðslu að nýjum veruleika ungmenna. Þegar hún var 13 ára vissi hún ekkert um nektarmyndir eða þá staðreynd að slík mynd gæti farið í dreifingu. „Nektarmynd var bara eitthvað splunkunýtt fyrir mér. Enginn hafði rætt við mig um að þetta væri eitthvað sem einhver gæti beðið mig um. Þetta var ekki rætt heima eða í skólanum. Þegar ég lendi í þessu upplifi ég bara að þetta hafi verið bannað og ég var ekki að fara að segja neinum frá. Ég vildi bara að þetta myndi hverfa.“ Rebekka hvetur foreldra til að ræða sem fyrst við börnin, að þau gætu verið beðin um nektarmynd. „Um leið og þú ert búinn að nálgast barnið þá er líklegra að barnið þori að segja þér frá því ef eitthvað svona kemur upp. Það skiptir svo miklu máli,“ segir Rebekka Ellen. Ofbeldi gegn börnum Kompás Tengdar fréttir Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Rebekka Ellen Daðadóttir sem deilir reynslu sinni af stafrænu kynferðisofbeldi í nýjasta Kompás hefur stofnað síðu á Instagram þar sem hún vill vera til staðar fyrir aðra sem hafa lent í sömu aðstæðum og vonast til að geta búið til vettvang fyrir fræðslu. Í Kompás er fjallað um kynferðisofbeldi á netinu, um þann mikla fjölda barna sem taka af sér nektarmynd og senda frá sér sem síðan fer í dreifingu og endar jafnvel á klámsíðu. Í þættinum segir Rebekka Ellen sögu sína en hún var aðeins þrettán ára þegar nektarmynd af henni fór í dreifingu um allt bæjarfélagið og endaði á klámsíðu. Í síðustu viku stofnaði Rebekka Ellan Instagram-reikninginn Mín_eign þar sem hún hvetur ungmenni til að hafa samband og senda sér sína sögu. „Ég átti alls ekki von á svona miklum viðbrögðum. Ég er búin að fá rosalega margar sögur frá stelpum, undir lögaldri eða sem voru undir lögaldri þegar þetta gerðist fyrir þær. Þetta eru rosalegar tölur og aðeins toppurinn á ísjakanum,“ segir Rebekka Ellen. Hún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist hafa stofnað síðuna til að opna umræðuna og halda henni gangandi svo brotaþolar þori að stíga fram. „Lokamarkmiðið er að vera með fræðslu í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir unga krakka. Einnig að fræða foreldra og aðstandendur barna um hvernig þeir geta tekið á þessu og hjálpað börnunum. Við getum aldrei bannað krökkum að senda af sér myndir en við getum frætt þau um hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér ef myndin fer í dreifingu.“ Rebekke Ellen segir kominn tíma til að sníða kynfræðslu að nýjum veruleika ungmenna. Þegar hún var 13 ára vissi hún ekkert um nektarmyndir eða þá staðreynd að slík mynd gæti farið í dreifingu. „Nektarmynd var bara eitthvað splunkunýtt fyrir mér. Enginn hafði rætt við mig um að þetta væri eitthvað sem einhver gæti beðið mig um. Þetta var ekki rætt heima eða í skólanum. Þegar ég lendi í þessu upplifi ég bara að þetta hafi verið bannað og ég var ekki að fara að segja neinum frá. Ég vildi bara að þetta myndi hverfa.“ Rebekka hvetur foreldra til að ræða sem fyrst við börnin, að þau gætu verið beðin um nektarmynd. „Um leið og þú ert búinn að nálgast barnið þá er líklegra að barnið þori að segja þér frá því ef eitthvað svona kemur upp. Það skiptir svo miklu máli,“ segir Rebekka Ellen.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Tengdar fréttir Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent