Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 12:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. Athugunin hafi hins vegar viðameiri og flóknari en búist var við. Hann býst við í fyrsta lagi verði hægt að kynna niðurstöður skýrslu um hópsmitið í lok þessarar viku. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. „Við virðumst komin fyrir þetta hópsmit sem er vel. Skýrsla vegna hópsmitsins er tilbúin í drögum. Við munum nú rýna hana varðandi aðferðafræði með almannavörnum og síðan kynna hana embætti landlæknis,“ sagði Páll. Í raun væri um að ræða skriflega eftirfylgni vegna upphaflegrar tilkynningar spítalans til landlæknis. „Í kjölfarið mun skýrari mynd liggja fyrir og verður það þá kynnt starfsmönnum og svo almenningi en ég á von á að það geti í fyrsta lagi orðið í lok vikunnar,“ sagði Páll. Hann sagði að þótt að staðan á spítalanum væri enn þung þá gengi flæði sjúklinga samt vel. Kvaðst Páll búast við því að senda bréf til landlæknis eftir hádegi þar sem kæmi fram að aðstæður á spítalanum séu ekki lengur þannig að ástæða sé til að halda áfram banni við valkvæðum aðgerðum. Þá sagðist Páll eiga von á því að spítalinn myndi fara af neyðarstigi og á hættustig í fyrri hluta þessarar viku. Framsögu hans á fundinum í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. Athugunin hafi hins vegar viðameiri og flóknari en búist var við. Hann býst við í fyrsta lagi verði hægt að kynna niðurstöður skýrslu um hópsmitið í lok þessarar viku. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. „Við virðumst komin fyrir þetta hópsmit sem er vel. Skýrsla vegna hópsmitsins er tilbúin í drögum. Við munum nú rýna hana varðandi aðferðafræði með almannavörnum og síðan kynna hana embætti landlæknis,“ sagði Páll. Í raun væri um að ræða skriflega eftirfylgni vegna upphaflegrar tilkynningar spítalans til landlæknis. „Í kjölfarið mun skýrari mynd liggja fyrir og verður það þá kynnt starfsmönnum og svo almenningi en ég á von á að það geti í fyrsta lagi orðið í lok vikunnar,“ sagði Páll. Hann sagði að þótt að staðan á spítalanum væri enn þung þá gengi flæði sjúklinga samt vel. Kvaðst Páll búast við því að senda bréf til landlæknis eftir hádegi þar sem kæmi fram að aðstæður á spítalanum séu ekki lengur þannig að ástæða sé til að halda áfram banni við valkvæðum aðgerðum. Þá sagðist Páll eiga von á því að spítalinn myndi fara af neyðarstigi og á hættustig í fyrri hluta þessarar viku. Framsögu hans á fundinum í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira