Hvernig hafa kosningar Bandaríkjanna áhrif á heimsvísu og á Íslandi? Davíð Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Alþingiskosningar 2021 Joe Biden Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun