Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 23:31 Donald Trump var nokkuð hress á leið úr golfi í dag. AP/Steve Helber Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43