Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hóf leik á varamannabekknum hjá Augsburg þegar liðið fékk Herthu Berlin í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Alfreð kom inn af bekknum á 60.mínútu en þá höfðu Mateus Cunha og Dodi Lukebakio komið gestunum í 0-2 forystu.
Alfreð tókst ekki að breyta gangi leiksins og Krzystof Piatek gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 0-3 fyrir Herthu Berlin.
RB Leipzig kom sér á toppinn með 3-0 sigri á Freiburg en aðalleikur dagsins er framundan þar sem Borussia Dortmund og Bayern Munchen mætast klukkan 17:30 og ljóst að sigurvegarinn úr þeim leik mun tróna á toppi deildarinnar í lok dags.