Starfsmaður kosninganna í felum eftir að hafa krumpað saman blað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 14:05 Vinnsla kjörseðla í Fulton-sýslu í Georgíu. Hvorugur starfsmannanna á myndinni er sá sem fjallað er um í fréttinni. Jessica McGowan/Getty Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira