Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2020 07:22 Atvikið átti sér stað í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira