Arftaki Kristjáns setti á áfengisbann Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 16:01 Kim Ekdahl du Rietz fékk sér í tána á EM ásamt þremur liðsfélögum sínum, og var um það fjallað í sænskum miðlum. Getty/ANDREAS HILLERGREN Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt.
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti