Arftaki Kristjáns setti á áfengisbann Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 16:01 Kim Ekdahl du Rietz fékk sér í tána á EM ásamt þremur liðsfélögum sínum, og var um það fjallað í sænskum miðlum. Getty/ANDREAS HILLERGREN Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt.
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita