Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2020 12:42 Ásmundur Friðriksson í pontu Alþingis. Hann segist efast um að heilbrigðiskerfið ráði við að sinna erlendum konum sem hingað kæmu í þungunarrof. Aðrir þingmenn saka hann um að tala gegn réttindum kvenna. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag. Þungunarrof Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag.
Þungunarrof Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira