7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 12:30 Ef Íslendingar fagna sæti á EM í Búdapest eftir viku verða þeir að gera það fyrir framan ungverska stuðningsmenn. Hér fagna Íslendingar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar í Marseille á EM 2016, fyrir framan ósátta stuðningsmenn Ungverja. Getty/Federico Gambarini Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Óvíst er hvort og hve margar „ultras“ boltabullur mæta. Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 manns í sæti en núgildandi smitvarnareglur UEFA kveða á um að aðeins megi fylla 30% sæta á hverjum velli. Í vikunni kynntu ungversk stjórnvöld auk þess reglur um íþrótta- og menningarviðburði, þar sem segir að aðeins megi sitja í þriðja hverju sæti og að 1,5 metri þurfi að vera á milli manna. Leikið var á Puskás Arena í gærkvöld, þar sem Ferencváros tók á móti Juventus í Meistaradeild Evrópu, og á svipmyndunum hér að neðan má sjá hvernig stúkurnar líta út þegar uppselt er. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Samkvæmt sóttvarnareglum UEFA fær gestalið, í þessu tilfelli Ísland, ekki neina miða á leikinn. Ísland mun því ekki eiga stuðningsmenn á leiknum nema að einhverjir þeirra hafi keypt sér miða í gegnum miðasölu ungverska knattspyrnusambandsins. Köstuðu logandi blysum að leikmönnum Íslands Íslenskt knattspyrnuáhugafólk, og sérstaklega þeir Íslendingar sem mættu til Marseille á EM 2016, man sjálfsagt eftir heldur ógnvekjandi, svartklæddum og háværum „ultras“-stuðningsmönnum Ungverja. Þeir settu sterkan svip á viðureign liðanna, sem lauk með 1-1 jafntefli, bæði fyrir og eftir leik og eins þegar á honum stóð. Öryggisgæsla reynir að hemja ungverska stuðningsmenn sem stukku á milli hólfa og létu illa á leik Ungverjalands og Íslands á EM 2016.Getty/Laurence Griffiths Ólæti boltabullanna innan og utan Vélodrome-leikvangsins í Marseille urðu meðal annars til þess að fjöldi stuðningsmanna, ungverskra og íslenskra, komst ekki inn á leikvanginn fyrr en eftir að leikurinn var hafinn. Og í leiknum sjálfum hentu þær logandi blysum í átt að íslensku leikmönnunum, og sprengdu litlar sprengjur sem þeim hafði tekist að smygla inn á völlinn. Ungverskur fótboltablaðamaður sem Vísir ræddi við sagði að allur gangur væri á því hvort og þá hversu margir ultras stuðningsmenn mættu á leiki landsliðsins. Það verður því að koma í ljós hversu mörg af þeim 20 þúsund sætum sem í boði eru þeir munu fylla. Stolt, ungversk boltabulla (e. hooligan) á leik Ungverjalands og Íslands fyrir fjórum árum.Getty/Lars Baron Þó að lítill hluti stuðningsmanna Ungverja hafi gengið of langt hagaði langstærstur hluti þeirra sér skikkanlega en hvatti lið sitt duglega. Ungverjarnir yfirgnæfðu raunar „Bláa hafið“, hina fjölmörgu stuðningsmenn Íslands sem mættu til Frakklands og vöktu heimsathygli. Tveir fyrstu leikirnir á EM einnig á Puskás Arena Sigurliðið í leiknum eftir viku mun leika tvo fyrstu leiki sína á EM næsta sumar á Puskás Arena. Reyndar hafa verið uppi vangaveltur um hvort EM fari fram í einu landi en ekki 12, vegna faraldursins, en UEFA segir að áfram sé stefnt að því að spila mótið í 12 löndum. Verði áhorfendur leyfðir á EM munu íslenskir eða ungverskir stuðningsmenn geta mætt á leiki sinna manna á Puskás Arena gegn Portúgal 15. júní og Frakklandi 19. júní, áður en lokaleikur þeirra yrði gegn Þjóðverjum á Allianz Arena í München 23. júní. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Óvíst er hvort og hve margar „ultras“ boltabullur mæta. Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 manns í sæti en núgildandi smitvarnareglur UEFA kveða á um að aðeins megi fylla 30% sæta á hverjum velli. Í vikunni kynntu ungversk stjórnvöld auk þess reglur um íþrótta- og menningarviðburði, þar sem segir að aðeins megi sitja í þriðja hverju sæti og að 1,5 metri þurfi að vera á milli manna. Leikið var á Puskás Arena í gærkvöld, þar sem Ferencváros tók á móti Juventus í Meistaradeild Evrópu, og á svipmyndunum hér að neðan má sjá hvernig stúkurnar líta út þegar uppselt er. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Samkvæmt sóttvarnareglum UEFA fær gestalið, í þessu tilfelli Ísland, ekki neina miða á leikinn. Ísland mun því ekki eiga stuðningsmenn á leiknum nema að einhverjir þeirra hafi keypt sér miða í gegnum miðasölu ungverska knattspyrnusambandsins. Köstuðu logandi blysum að leikmönnum Íslands Íslenskt knattspyrnuáhugafólk, og sérstaklega þeir Íslendingar sem mættu til Marseille á EM 2016, man sjálfsagt eftir heldur ógnvekjandi, svartklæddum og háværum „ultras“-stuðningsmönnum Ungverja. Þeir settu sterkan svip á viðureign liðanna, sem lauk með 1-1 jafntefli, bæði fyrir og eftir leik og eins þegar á honum stóð. Öryggisgæsla reynir að hemja ungverska stuðningsmenn sem stukku á milli hólfa og létu illa á leik Ungverjalands og Íslands á EM 2016.Getty/Laurence Griffiths Ólæti boltabullanna innan og utan Vélodrome-leikvangsins í Marseille urðu meðal annars til þess að fjöldi stuðningsmanna, ungverskra og íslenskra, komst ekki inn á leikvanginn fyrr en eftir að leikurinn var hafinn. Og í leiknum sjálfum hentu þær logandi blysum í átt að íslensku leikmönnunum, og sprengdu litlar sprengjur sem þeim hafði tekist að smygla inn á völlinn. Ungverskur fótboltablaðamaður sem Vísir ræddi við sagði að allur gangur væri á því hvort og þá hversu margir ultras stuðningsmenn mættu á leiki landsliðsins. Það verður því að koma í ljós hversu mörg af þeim 20 þúsund sætum sem í boði eru þeir munu fylla. Stolt, ungversk boltabulla (e. hooligan) á leik Ungverjalands og Íslands fyrir fjórum árum.Getty/Lars Baron Þó að lítill hluti stuðningsmanna Ungverja hafi gengið of langt hagaði langstærstur hluti þeirra sér skikkanlega en hvatti lið sitt duglega. Ungverjarnir yfirgnæfðu raunar „Bláa hafið“, hina fjölmörgu stuðningsmenn Íslands sem mættu til Frakklands og vöktu heimsathygli. Tveir fyrstu leikirnir á EM einnig á Puskás Arena Sigurliðið í leiknum eftir viku mun leika tvo fyrstu leiki sína á EM næsta sumar á Puskás Arena. Reyndar hafa verið uppi vangaveltur um hvort EM fari fram í einu landi en ekki 12, vegna faraldursins, en UEFA segir að áfram sé stefnt að því að spila mótið í 12 löndum. Verði áhorfendur leyfðir á EM munu íslenskir eða ungverskir stuðningsmenn geta mætt á leiki sinna manna á Puskás Arena gegn Portúgal 15. júní og Frakklandi 19. júní, áður en lokaleikur þeirra yrði gegn Þjóðverjum á Allianz Arena í München 23. júní. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31