Ungverskur landsliðsmarkvörður færði Juventus tvö mörk á silfurfati Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 10:01 Dénes Dibusz er tíu landsleikja maður fyrir Ungverjaland. getty/Anton Novoderezhkin Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira