Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2020 14:49 Joe Biden var sigurviss í morgun þegar þessi mynd var tekin. AP/Paul Sancya Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37 Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27 Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37
Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27
Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44