Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“? Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Í fjarvinnunni hafa margir valið þá leið að huga betur að fatnaði að ofan á meðan klæðnaður neðri hluta líkamans getur verið alls konar. Vísir/Getty Það getur verið freistandi að sitja bara í fjarvinnu í jogging eða jafnvel náttbuxum. Engin ástæða lengur til að taka sig til fyrir vinnuna, sem flestir jú gera samt almennt. Enda skiptir það svo sem engu máli fyrir vinnuna hvernig hver og einn er klæddur, svo lengi sem verkefnin eru unnin. Það getur hins vegar haft áhrif á líðan og afköst fólks, hvernig það er klætt í fjarvinnu. Skoðum málin. Kostirnir við kósýfötin Í umfjöllun Today segja álitsgjafar úr bæði háskólasamfélaginu og tískuheiminum að kostirnir við að klæðast kósýfötum í fjarvinnu séu ýmsir. Sem dæmi má nefna: Við erum afslöppuð Við erum ekki í stuði til að klæða okkur upp Það fer enginn tími í að hafa sig til Fyrir fjarfundi er nóg að vera snyrtilega klæddur „að ofan“ Að multitaska heimilisverk og fjarvinnu getur verið þægilegra í kósýfötum Millivegurinn: Kósý og „casual“ En sumum líður ekkert of vel að vera alltaf hálf óklæddir eða ótilhafðir frá morgni til kvölds. Þá gæti verið leið að fara milliveginn. Dæmi: Þægilegar buxur, sokkar og skór en efri hlutinn klæddur upp í betri fatnað. Konur nota eyrnalokka eða lágmarks förðun. Karlar sleppa bindi en fara kannski í skyrtu eða góða peysu. Hárið er vel greitt og snyrtilegt. Með því að fara þennan milliveg líður fólki oft eins og það sé í rauninni vel tilhaft fyrir vinnuna, fjarfundi eða önnur samskipti yfir daginn, þótt það sé munur á klæðnaðinum í samanburði við þegar mætt er á vinnustaðinn. Fataval til að hressa okkur við Í fjarvinnu er mælt með því að fólki byggi upp rútínu sem það haldi sig síðan við. Það sama á við um klæðnað. Dagsformið okkar getur verið mismunandi en eitt af því sem við höfum lært á fjarvinnu er að við þurfum að hafa meira fyrir því að hressa okkur við því félagslega tengingin er ekki lengur til staðar eins og á vinnustöðum. Klæðnaður getur hjálpað í þessu því samkvæmt sérfræðingum hressir það okkur við að klæða okkur aðeins upp. Þannig að þótt dagsformið okkar kalli á að vera bara í kósýfötunum eða ótilhöfð yfir daginn, en við söknum félagslegu samskiptanna, er um að gera að lyfta lundinni svolítið upp með því að hafa sig aðeins meira til. Þar er meira að segja hægt að gera alls kyns tilraunir. Horfa á úrvalið í fataskápnum og prófa nýjar samsetningar. Ákveða hvaða fatnað þú lítur á sem vinnufatnað í fjarvinnu og hvaða flíkur ekki. Þá getur það hjálpað okkur að aðskilja vinnu og einkalíf að klæðast vinnufatnaði á daginn en í lok vinnudags skiptum við aftur í kósýfatnað. Litaval hefur áhrif Þá er það staðreynd að mismunandi litir hafa mismunandi áhrif á okkur. Litir geta því verið liður í að lyfta okkur aðeins upp og þó ekkert endilega að það sé eitthvað mikið. Litur í einhverjum aukahlut fyrir hár, belti eða bolur í lit geta gert sitt. Smá varalitur eða gloss getur gert sitt hjá konum. Til að auka á afköst hafa rannsóknir líka sýnt að eftirfarandi litir efla okkur: Appelsínugulur, rauður, gulur, vínrauður. Litir sem hjálpa okkur að slappa af eða draga úr stressi eru til dæmis blár og blágrænn. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það getur verið freistandi að sitja bara í fjarvinnu í jogging eða jafnvel náttbuxum. Engin ástæða lengur til að taka sig til fyrir vinnuna, sem flestir jú gera samt almennt. Enda skiptir það svo sem engu máli fyrir vinnuna hvernig hver og einn er klæddur, svo lengi sem verkefnin eru unnin. Það getur hins vegar haft áhrif á líðan og afköst fólks, hvernig það er klætt í fjarvinnu. Skoðum málin. Kostirnir við kósýfötin Í umfjöllun Today segja álitsgjafar úr bæði háskólasamfélaginu og tískuheiminum að kostirnir við að klæðast kósýfötum í fjarvinnu séu ýmsir. Sem dæmi má nefna: Við erum afslöppuð Við erum ekki í stuði til að klæða okkur upp Það fer enginn tími í að hafa sig til Fyrir fjarfundi er nóg að vera snyrtilega klæddur „að ofan“ Að multitaska heimilisverk og fjarvinnu getur verið þægilegra í kósýfötum Millivegurinn: Kósý og „casual“ En sumum líður ekkert of vel að vera alltaf hálf óklæddir eða ótilhafðir frá morgni til kvölds. Þá gæti verið leið að fara milliveginn. Dæmi: Þægilegar buxur, sokkar og skór en efri hlutinn klæddur upp í betri fatnað. Konur nota eyrnalokka eða lágmarks förðun. Karlar sleppa bindi en fara kannski í skyrtu eða góða peysu. Hárið er vel greitt og snyrtilegt. Með því að fara þennan milliveg líður fólki oft eins og það sé í rauninni vel tilhaft fyrir vinnuna, fjarfundi eða önnur samskipti yfir daginn, þótt það sé munur á klæðnaðinum í samanburði við þegar mætt er á vinnustaðinn. Fataval til að hressa okkur við Í fjarvinnu er mælt með því að fólki byggi upp rútínu sem það haldi sig síðan við. Það sama á við um klæðnað. Dagsformið okkar getur verið mismunandi en eitt af því sem við höfum lært á fjarvinnu er að við þurfum að hafa meira fyrir því að hressa okkur við því félagslega tengingin er ekki lengur til staðar eins og á vinnustöðum. Klæðnaður getur hjálpað í þessu því samkvæmt sérfræðingum hressir það okkur við að klæða okkur aðeins upp. Þannig að þótt dagsformið okkar kalli á að vera bara í kósýfötunum eða ótilhöfð yfir daginn, en við söknum félagslegu samskiptanna, er um að gera að lyfta lundinni svolítið upp með því að hafa sig aðeins meira til. Þar er meira að segja hægt að gera alls kyns tilraunir. Horfa á úrvalið í fataskápnum og prófa nýjar samsetningar. Ákveða hvaða fatnað þú lítur á sem vinnufatnað í fjarvinnu og hvaða flíkur ekki. Þá getur það hjálpað okkur að aðskilja vinnu og einkalíf að klæðast vinnufatnaði á daginn en í lok vinnudags skiptum við aftur í kósýfatnað. Litaval hefur áhrif Þá er það staðreynd að mismunandi litir hafa mismunandi áhrif á okkur. Litir geta því verið liður í að lyfta okkur aðeins upp og þó ekkert endilega að það sé eitthvað mikið. Litur í einhverjum aukahlut fyrir hár, belti eða bolur í lit geta gert sitt. Smá varalitur eða gloss getur gert sitt hjá konum. Til að auka á afköst hafa rannsóknir líka sýnt að eftirfarandi litir efla okkur: Appelsínugulur, rauður, gulur, vínrauður. Litir sem hjálpa okkur að slappa af eða draga úr stressi eru til dæmis blár og blágrænn.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00