Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 09:52 Forstjóri Landspítalans sagði á fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun að nú sé verið að framkvæma um 35% af aðgerðum spítalans. Vísir/Vilhelm Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira