Heilaaðgerð Maradona gekk vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 10:30 Diego Armando Maradona á leik Boca Juniors og Club de Gimnasia y Esgrima La Plata en hann lék með því fyrrnefnda og þjálfar nú það síðarnefnda. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020 Fótbolti Argentína Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020
Fótbolti Argentína Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira