Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 17:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggi mat á faraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira