Fögnuður Vals og Leiknis ekki á borð aganefndar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 09:31 Valsmenn fögnuðu oftast allra sigri í Pepsi Max-deild karla í sumar en fylgdu ekki sóttvarnareglum þegar þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum óvænt síðasta föstudag, eftir að KSí ákvað að flauta mótið af. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin. Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27
Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37