Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 15:11 Íbúðirnar fyrir eldri borgara eru við Hvassaleiti 56-58. Reykjavíkurborg Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira