34 einstaklingar sektaðir vegna brota á reglum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 12:37 Það eru lögregluembættin í landinu sem rannsaka og gefa út sektir vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Mál 34 einstaklinga eru komin í sektarmeðferð vegna brota á reglum um sóttkví. Þá er mál eins einstaklings komið í sektarmeðferð vegna brota á reglum um einangrun og mál fimm einstaklinga eru enn til afgreiðslu. Tölurnar miðast við málaskrá lögreglu þann 30. október síðastliðinn. Sektarmeðferð þýðir að mál hafi verið komið á það stig að í minnsta lagi hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út sekt og sektin sjálf þá verið í vinnslu hjá lögreglu upp í að sekt hefur verið greidd af þeim sem braut af sér. Í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu um fjölda þeirra sem fengið hafa sekt vegna brota á einangrun eða sóttkví og hvernig sá fjöldi skiptist eftir lögregluumdæmum landsins segir að ekki sé hægt að birta slíkar tölur fyrir hvert embætti fyrir sig. Tölurnar séu svo lágar að þær gætu verið persónurekjanlegar þar sem mjög fáir einstaklingar hafi farið í sóttkví og/eða einangrun á sumum svæðunum. Af þeim 34 einstaklingum sem hafa fengið sekt vegna brota á einangrun voru tíu einstaklingar teknir á höfuðborgarsvæðinu og 26 á landsbyggðinni, þar af þrír í tveimur embættum. Mál þrettán einstaklinga voru skráð í fyrri bylgju faraldursins og 21 einstaklings í þeirri bylgju sem nú gengur yfir. Einn einstaklingur hefur fengið sekt eins og áður segir vegna brota á reglum um einangrun. Mál fimm einstaklinga eru enn til afgreiðslu en um er að ræða brot á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra er hægt að sekta fólk um allt að 250 þúsund krónur fyrir brot á sóttkví og allt að 500 þúsund krónur fyrir brot á einangrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Mál 34 einstaklinga eru komin í sektarmeðferð vegna brota á reglum um sóttkví. Þá er mál eins einstaklings komið í sektarmeðferð vegna brota á reglum um einangrun og mál fimm einstaklinga eru enn til afgreiðslu. Tölurnar miðast við málaskrá lögreglu þann 30. október síðastliðinn. Sektarmeðferð þýðir að mál hafi verið komið á það stig að í minnsta lagi hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út sekt og sektin sjálf þá verið í vinnslu hjá lögreglu upp í að sekt hefur verið greidd af þeim sem braut af sér. Í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu um fjölda þeirra sem fengið hafa sekt vegna brota á einangrun eða sóttkví og hvernig sá fjöldi skiptist eftir lögregluumdæmum landsins segir að ekki sé hægt að birta slíkar tölur fyrir hvert embætti fyrir sig. Tölurnar séu svo lágar að þær gætu verið persónurekjanlegar þar sem mjög fáir einstaklingar hafi farið í sóttkví og/eða einangrun á sumum svæðunum. Af þeim 34 einstaklingum sem hafa fengið sekt vegna brota á einangrun voru tíu einstaklingar teknir á höfuðborgarsvæðinu og 26 á landsbyggðinni, þar af þrír í tveimur embættum. Mál þrettán einstaklinga voru skráð í fyrri bylgju faraldursins og 21 einstaklings í þeirri bylgju sem nú gengur yfir. Einn einstaklingur hefur fengið sekt eins og áður segir vegna brota á reglum um einangrun. Mál fimm einstaklinga eru enn til afgreiðslu en um er að ræða brot á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra er hægt að sekta fólk um allt að 250 þúsund krónur fyrir brot á sóttkví og allt að 500 þúsund krónur fyrir brot á einangrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira