Hnéð tvöfalt, staðgengillinn klár en Sigrún lét vaða Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 14:30 Sigrún hefur staðið sig með eindæmum vel í þáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira