Hnéð tvöfalt, staðgengillinn klár en Sigrún lét vaða Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 14:30 Sigrún hefur staðið sig með eindæmum vel í þáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira