9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 12:31 Hér munaði litlu í leik Íslands og Ungverjalands á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille þegar þjóðirnar mættust þar á EM sumarið 2016. EPA/TIBOR ILLYES Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira