Lagerbäck vonsvikinn vegna „amatöranna“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lars Lagerbäck hefur þjálfað Noreg síðustu ár og stýrir liðinu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Sjá meira
Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01