Liverpool gæti horft til „unga Van Dijk“ hjá Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 10:30 Perr Schuur í baráttu við Liverpool manninn Sadio Mane í Meistaradeildarleik Ajax og Liverpool á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira