Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum í nótt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en Landspítalinn greinir einnig frá þessu á vef sínum.
Hvorugur hinna látnu var á Landakoti en annar þeirra tengist hópsmitinu þar. Báðir voru á níræðisaldri.
Nú hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum.
24 greindust smitaðir af Covid-19 á landinu í gær. 71 prósent þeirra voru í sóttkví við greiningu.