Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 10:26 Donald Trump, forseti, vonast til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. AP/Keith Srakocic Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44