Manchester United fékk Hollendinginn Donny van de Beek til félagsins í sumar frá Ajax en hann hefur ekki spilað rosalega mikið í upphafi tímabilsins.
Hollendingurinn vill spila meira og hann fer ekkert í felur með það í viðtali fyrir stórleik Manchester United um helgina. Van de Beek hefur einungis spilað átta leiki með Rauðu djöflunum það sem af er.
„Leikmenn vilja alltaf spila leiki. Það er gaman að æfa en það er vegna leikjanna sem maður velur það að spila fótbolta,“ sagði Donny í samtali við heimasíðu félagsins áður en hann ræddi um byrjun United á leiktíðinni.
Donny van de Beek addresses Manchester United playing time issue #mufc https://t.co/MPN7lfeL9I
— Man United News (@ManUtdMEN) October 30, 2020
„Við getum gert betur í mörgum leikjum og ég er viss um að við munum fara vinna fleiri leiki ef við verðum einbeittir áfram. Við munum spila marga stóra leiki á næstunni og við verðum að vera klárir.“
Það er alvöru leikur á Old Trafford í dag en gömlu risarnir, Manchester United og Arsenal, mætast. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.
It s too early for any worries over Donny van de Beek s playing time | @JoshGI97
— utdreport (@utdreport) October 30, 2020