Elías Már gæti gefið Hamrén og Frey höfuðverk fyrir næsta landsliðshóp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 08:00 Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk. Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk.
Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira