Búist við snjókomu og hríðarveðri á fjallvegum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 13:15 „Eins og svo oft á þessum árstíma fellur úrkoma til fjalla gjarnan sem snjór,“ skrifar veðurfræðingur. Vísir/Vilhelm Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands. Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands.
Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira