200 smit rakin beint eða óbeint til Landakots Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37