200 smit rakin beint eða óbeint til Landakots Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37