„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2020 19:20 Þórir er hann var ráðinn til félagsins. HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri. Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50