Enn er beðið eftir févítinu Drífa Snædal skrifar 30. október 2020 14:00 Launafólk á Íslandi er orðið langeygt eftir lagasetningu um févíti. Grunnhugmyndin er að þegar launafólk verður fyrir launaþjófnaði af hendi atvinnurekenda fái það bætur fyrir. Ekki að bæturnar renni í ríkissjóð eða eitthvert annað heldur að viðkomandi einstaklingur fái bæturnar. Þetta þarf að gerast hratt og vera skilvirkt því það getur fylgt því mikill kostnaður að verða fyrir launaþjófnaði og enn meiri kostnaður ef bíða þarf lengi eftir upggjöri. Margir hafa orðið til þess að flækja málin út frá lagatæknilegum sjónarmiðum en ég minni á að löggjöfin á að þjóna okkur en ekki við henni. Ef við getum verið sammála um grunnhugsunina, sem erfitt er að sjá að heiðarlegt fólk geti verið ósammála, þá ættum við að geta smíðað löggjöf í kringum það. Við höfum nú beðið í eitt og hálft ár eftir tillögum úr ráðuneytinu, verkalýðshreyfingin hefur sjálf lagt til útfærslu en enn bíðum við. Það gengur ekki lengur! Komum þessu frá þannig að hægt sé að einbeita sér að öðrum risa verkefnum. Þar ber hæst að verja heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna Covid og aðstoða jaðarsetta hópa sérstaklega. Þær voru erfiðar fréttirnar af hertu samkomubanni og munu þær vafalaust breyta vinnuumhverfi margra. Ég tek undir með yfirvöldum þegar ég hvet til samstöðu um hertar aðgerðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að gera okkar allra besta til að sigrast á veirunni. Ef vinnustaðir gæta ekki nógu vel að sóttvörnum hvet ég launafólk til að hafa samband við sitt stéttarfélag eða Vinnueftirlitið. Við eigum öll að vera örugg í vinnunni. Að lokum sendi ég baráttukveðjur til framlínustarfsfólks. Störf ykkar eru ómetanleg á þessum erfiðu tímum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Launafólk á Íslandi er orðið langeygt eftir lagasetningu um févíti. Grunnhugmyndin er að þegar launafólk verður fyrir launaþjófnaði af hendi atvinnurekenda fái það bætur fyrir. Ekki að bæturnar renni í ríkissjóð eða eitthvert annað heldur að viðkomandi einstaklingur fái bæturnar. Þetta þarf að gerast hratt og vera skilvirkt því það getur fylgt því mikill kostnaður að verða fyrir launaþjófnaði og enn meiri kostnaður ef bíða þarf lengi eftir upggjöri. Margir hafa orðið til þess að flækja málin út frá lagatæknilegum sjónarmiðum en ég minni á að löggjöfin á að þjóna okkur en ekki við henni. Ef við getum verið sammála um grunnhugsunina, sem erfitt er að sjá að heiðarlegt fólk geti verið ósammála, þá ættum við að geta smíðað löggjöf í kringum það. Við höfum nú beðið í eitt og hálft ár eftir tillögum úr ráðuneytinu, verkalýðshreyfingin hefur sjálf lagt til útfærslu en enn bíðum við. Það gengur ekki lengur! Komum þessu frá þannig að hægt sé að einbeita sér að öðrum risa verkefnum. Þar ber hæst að verja heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna Covid og aðstoða jaðarsetta hópa sérstaklega. Þær voru erfiðar fréttirnar af hertu samkomubanni og munu þær vafalaust breyta vinnuumhverfi margra. Ég tek undir með yfirvöldum þegar ég hvet til samstöðu um hertar aðgerðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að gera okkar allra besta til að sigrast á veirunni. Ef vinnustaðir gæta ekki nógu vel að sóttvörnum hvet ég launafólk til að hafa samband við sitt stéttarfélag eða Vinnueftirlitið. Við eigum öll að vera örugg í vinnunni. Að lokum sendi ég baráttukveðjur til framlínustarfsfólks. Störf ykkar eru ómetanleg á þessum erfiðu tímum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar