Skólar verða opnir en með takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 13:26 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13