Orkuveitupabbar geta líka sótt á leikskólann Víðir Ragnarsson skrifar 30. október 2020 11:30 Leiðin að jafnrétti hjá fyrirtækjum verður seint talin augljós og stundum er lykilinn fundinn með óhefðbundnum aðgerðum, eins og í tengslum við leikskólann. Við hjá Orkuveitusamstæðunni höfum unnið í gegnum tíðina að fjölda verkefna með það að markmiði að auka jafnrétti innan okkar raða. Eitt þeirra miðaði sérstaklega að körlum í iðnaðarstörfum og gekk út á að stytta daglegan vinnutíma úr 10 tímum yfir í 8 tíma dag. Í góðu samráði við starfsfólk var verklag gert skilvirkara til að tryggja sömu framleiðni og fyrir styttingu vinnutímans. Skuldbinding fyrirtækisins á móti var sú að launakostnaður héldi sér, enda var ekki um sparnaðaraðgerð að ræða. Ástæðan var ekki síst að með þessu var ávinninginn að finna á heimilum og hjá fjölskyldum starfsfólksins okkar. Stór hluti iðnaðarfólks hjá okkur eru enn karlar, og það er enn ein mesta áskorun okkar hjá OR að fjölga konum í þeim hópi. Algengt er að iðnaðarfólk hefji daginn snemma en vegna þessarar aðgerðar hjá okkur eru Orkuveitupabbar ekki bundnir af daglegum skyldum í vinnunni þegar að fjölskyldan þarf á þeim að halda. Þeir geta farið með börnin sín í leikskólann, -og sótt. Þetta skiptir máli í stóra jafnréttis samhenginu. Jafnréttisstarf er flókið og þó svo að við séum öll af vilja gerð um að mismuna ekki dugir góður vilji skammt. Aðgerðir okkar í jafnréttismálum hafa verið fjölþættar enda lítum við svo á að vandinn sé margslunginn. Við fórum snemma þá leið að horfast í augu við menninguna okkar og árið 2012 fengum við kynjafræðing til þess að greina menninguna í fyrirtækinu með kynjagleraugum. Niðurstaða þeirrar greiningar var afhjúpandi. Hún leiddi í ljós þörf á margvíslegum verkefnum til að jafna stöðu kynjanna og breyta menningunni okkar í átt að mannvænlegri vinnustað. Mörgum verkefnum er lokið, við höfum jafnað hlut karla og kvenna í stjórnunarstöðum, útrýmt kynbundnum launamun og breytt vinnutímanum. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við höfum sett okkur metnaðarfyllra markmið varðandi mun á meðallaunum karla og kvenna. Þar á ekki að vera munur á. Við ætlum að mæla launamun eftir því hvort Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut og einnig því hvort starfsfólk sé ungt eða eldra. Við ætlum á næstu misserum að beina sjónum okkar að því hvernig við þjónum samfélaginu og hvort einhverjir hópar hafi ekki aðgengi að okkur eða þjónustu okkar. Orkuveitusamstæðan þjónar öllu samfélaginu og sú þjónusta á ekki að vera háð kyni, aldri, uppruna eða til að mynda fötlun einstaklinganna í samfélaginu. Á mánudag höldum við í samstarfi við FKA, félag kvenna í atvinnulífinu fund um jafnréttismál undir yfirskriftinni, Loftum út! Orkuskipti í fundarherbergjunum. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og hægt verður að taka þátt í umræðum í gegnum viðburðinn á Facebook. Orkuveitan er á vegferð orkuskipta og hvort svo sem það eru orkuskipti í samgöngum eða í jafnréttismálum, er mikilvægt að vanmeta ekki viðfangsefnið. Viljinn kemur okkur af stað en verkið vinnst með kerfislægri breytingu á ákvarðanatöku innan fyrirtækja og hugrekki til þess að standa með jafnrétti í ákvörðunum. Höfundur er verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Leiðin að jafnrétti hjá fyrirtækjum verður seint talin augljós og stundum er lykilinn fundinn með óhefðbundnum aðgerðum, eins og í tengslum við leikskólann. Við hjá Orkuveitusamstæðunni höfum unnið í gegnum tíðina að fjölda verkefna með það að markmiði að auka jafnrétti innan okkar raða. Eitt þeirra miðaði sérstaklega að körlum í iðnaðarstörfum og gekk út á að stytta daglegan vinnutíma úr 10 tímum yfir í 8 tíma dag. Í góðu samráði við starfsfólk var verklag gert skilvirkara til að tryggja sömu framleiðni og fyrir styttingu vinnutímans. Skuldbinding fyrirtækisins á móti var sú að launakostnaður héldi sér, enda var ekki um sparnaðaraðgerð að ræða. Ástæðan var ekki síst að með þessu var ávinninginn að finna á heimilum og hjá fjölskyldum starfsfólksins okkar. Stór hluti iðnaðarfólks hjá okkur eru enn karlar, og það er enn ein mesta áskorun okkar hjá OR að fjölga konum í þeim hópi. Algengt er að iðnaðarfólk hefji daginn snemma en vegna þessarar aðgerðar hjá okkur eru Orkuveitupabbar ekki bundnir af daglegum skyldum í vinnunni þegar að fjölskyldan þarf á þeim að halda. Þeir geta farið með börnin sín í leikskólann, -og sótt. Þetta skiptir máli í stóra jafnréttis samhenginu. Jafnréttisstarf er flókið og þó svo að við séum öll af vilja gerð um að mismuna ekki dugir góður vilji skammt. Aðgerðir okkar í jafnréttismálum hafa verið fjölþættar enda lítum við svo á að vandinn sé margslunginn. Við fórum snemma þá leið að horfast í augu við menninguna okkar og árið 2012 fengum við kynjafræðing til þess að greina menninguna í fyrirtækinu með kynjagleraugum. Niðurstaða þeirrar greiningar var afhjúpandi. Hún leiddi í ljós þörf á margvíslegum verkefnum til að jafna stöðu kynjanna og breyta menningunni okkar í átt að mannvænlegri vinnustað. Mörgum verkefnum er lokið, við höfum jafnað hlut karla og kvenna í stjórnunarstöðum, útrýmt kynbundnum launamun og breytt vinnutímanum. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við höfum sett okkur metnaðarfyllra markmið varðandi mun á meðallaunum karla og kvenna. Þar á ekki að vera munur á. Við ætlum að mæla launamun eftir því hvort Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut og einnig því hvort starfsfólk sé ungt eða eldra. Við ætlum á næstu misserum að beina sjónum okkar að því hvernig við þjónum samfélaginu og hvort einhverjir hópar hafi ekki aðgengi að okkur eða þjónustu okkar. Orkuveitusamstæðan þjónar öllu samfélaginu og sú þjónusta á ekki að vera háð kyni, aldri, uppruna eða til að mynda fötlun einstaklinganna í samfélaginu. Á mánudag höldum við í samstarfi við FKA, félag kvenna í atvinnulífinu fund um jafnréttismál undir yfirskriftinni, Loftum út! Orkuskipti í fundarherbergjunum. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og hægt verður að taka þátt í umræðum í gegnum viðburðinn á Facebook. Orkuveitan er á vegferð orkuskipta og hvort svo sem það eru orkuskipti í samgöngum eða í jafnréttismálum, er mikilvægt að vanmeta ekki viðfangsefnið. Viljinn kemur okkur af stað en verkið vinnst með kerfislægri breytingu á ákvarðanatöku innan fyrirtækja og hugrekki til þess að standa með jafnrétti í ákvörðunum. Höfundur er verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum OR.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun