MIFF fordæmir útgáfu og sölu hatursrits gegn helförinni Stjórn MIFF skrifar 30. október 2020 14:00 MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun