Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 22:20 Albert var svona líka sáttur í leikslok. Ed van de Pol/Getty Images Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00