Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:30 Hörður Björgvin í baráttunni í kvöld. Mikhail Tereshchenko/Getty Images Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10