Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 12:53 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira