Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 12:53 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira