Segir ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með Eiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 12:30 Stundin þegar Eiður Smári kom inn á fyrir pabba sinn gegn Eistlandi fyrir 24 árum. youtube Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1. Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1.
Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00