Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 08:44 Viðskiptavinur skoðar jólaskraut í einni af verslunum Marks og Spencer í London fyrr í mánuðinum. Getty/Leon Neal Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira