Varaforseti UEFA um nýju úrvalsdeildina: Sjálfselska og græðgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 11:30 Fernando Gomes, varaforseti UEFA með forsetanum Aleksander Ceferin. Getty/Bruno Barros Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu. Fótbolti UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu.
Fótbolti UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira