Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 23:32 Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju
Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira