Bændasamtökin loka Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2020 16:45 Hótelinu verður lokað frá og með 1. nóvember. Vísir/Vilhelm Bændasamtökin hafa ákveðið að loka Hótel Sögu frá og með 1. nóvember. Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin að því er segir í tilkynningu. „Lokunin hefur ekki áhrif á aðra starfsemi í húsinu og verður starfsemi Bændasamtaka Íslands og annarra samtaka í landbúnaði sem starfa á 3. hæð Bændahallarinnar sem og annarra fyrirtækja og félaga sem eru með starfsemi annarsstaðar í húsinu óbreytt,“ segir í tilkynningu á vef Bændasamtakanna. „Hótelið gengur nú í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og stendur vinna við hana yfir. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi.“ Fyrir liggi að Hótel Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjusamdrætti vegna faraldursins. „Mikil óvissa er uppi um hvernig rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu muni þróast í nánustu framtíð. Er nú svo komið að stjórnendur þess sjá sér ekki annan kost en að loka því, að minnsta kosti að sinni, þar sem ekki sér enn fyrir endann á faraldrinum og engin augljós merki eru um að straumur ferðamanna til Íslands muni aukast á næstu vikum og mánuðum.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel sögu, segir að í raun séu stjórnendur hótelsins nauðbeygðir til að loka hótelinu. „Síðustu sóttvarnaraðgerðir gera það að verkum að það er ekki lengur rekstrargrundvöllur til að halda starfseminni gangandi. Hótel Saga er stórt hótel og það þarf að lágmarki 15 til 20 starfsmenn til að halda uppi allra nauðsynlegustu þjónustu og tekjumöguleikar eins og staðan er í dag nánast engir. Þannig að ákvörðunin um að loka er tekin af illri nauðsyn þrátt fyrir að í september hafi verið stefnt að því að hafa opið til áramóta eða þangað til að fundin hafi verið lausn við endurskipulagningu rekstursins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Salan á Hótel Sögu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bændasamtökin hafa ákveðið að loka Hótel Sögu frá og með 1. nóvember. Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin að því er segir í tilkynningu. „Lokunin hefur ekki áhrif á aðra starfsemi í húsinu og verður starfsemi Bændasamtaka Íslands og annarra samtaka í landbúnaði sem starfa á 3. hæð Bændahallarinnar sem og annarra fyrirtækja og félaga sem eru með starfsemi annarsstaðar í húsinu óbreytt,“ segir í tilkynningu á vef Bændasamtakanna. „Hótelið gengur nú í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og stendur vinna við hana yfir. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi.“ Fyrir liggi að Hótel Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjusamdrætti vegna faraldursins. „Mikil óvissa er uppi um hvernig rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu muni þróast í nánustu framtíð. Er nú svo komið að stjórnendur þess sjá sér ekki annan kost en að loka því, að minnsta kosti að sinni, þar sem ekki sér enn fyrir endann á faraldrinum og engin augljós merki eru um að straumur ferðamanna til Íslands muni aukast á næstu vikum og mánuðum.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel sögu, segir að í raun séu stjórnendur hótelsins nauðbeygðir til að loka hótelinu. „Síðustu sóttvarnaraðgerðir gera það að verkum að það er ekki lengur rekstrargrundvöllur til að halda starfseminni gangandi. Hótel Saga er stórt hótel og það þarf að lágmarki 15 til 20 starfsmenn til að halda uppi allra nauðsynlegustu þjónustu og tekjumöguleikar eins og staðan er í dag nánast engir. Þannig að ákvörðunin um að loka er tekin af illri nauðsyn þrátt fyrir að í september hafi verið stefnt að því að hafa opið til áramóta eða þangað til að fundin hafi verið lausn við endurskipulagningu rekstursins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Salan á Hótel Sögu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira