Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2020 19:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg. Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg.
Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00