Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:00 Fabinho situr í grasinu eftir að hann tognaði aftan í læri í leiknum á móti Midtjylland í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Michael Regan Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira