Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 13:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira