Þrír leikmenn úrvalsdeildarinnar stóðust ekki lyfjapróf á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2020 07:01 Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar stóðust ekki lyfjapróf á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu stóðust ekki lyfjapróf deildarinnar á síðustu leiktíð. Tveimur var ekki refsað þar sem þeir vor með læknisvottorð á meðan eitt málið er enn til rannsóknar. The Athletic greindi frá. Tveimur málum hefur verið lokað endanlega og komst lyfjaeftirlitsstofnun Bretlands [UKAD] að þeirri niðurstöðu að leikmennirnir hefðu ekki brotið neinar reglur. Því fengu þeir að halda áfram að spila í deildinni. Heimildir The Athletic herma að methylphenidate hafi greinst hjá öðrum af leikmönnunum tveimur sem ekki stóðust lyfjapróf á síðustu leiktíð. Er það meðal efna sem finnast í rítalíni, lyf sem er almennt notað af fólki sem glímir við ofvirkni og athyglisbrest eða einfaldlega ADHD. Efnið er samt sem áður á bannlista Alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunarinnar [WADA] þar sem það getur bætt sprengikraft, styrk, orku og úthald. Hinn leikmaðurinn var með methylprednisolone í blóðinu. Það er lyf sem nær oftast er notað við ofnæmis viðbrögðum. Það getur einnig hjálpað íþróttamönnum að æfa oftar og af hærri ákafa. Niðurstöður þriðja efnisins hafa ekki litið dagsins ljós þar sem UKAD ku enn vera að rannsaka málið. Leikmönnunum var ekki refsað þar sem þeir gátu sýnt fram á með læknisvottorði að þeir hafi þurft á téðum efnum að halda á þeim tíma sem þeir greindust. Hefur jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum ensku úrvalsdeildarinnar farið fækkandi með árunum. Tímabilið 2018-2019 voru til að mynda 11 leikmenn sem greindust með efni í blóði sínu sem voru á bannlista WADA. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu stóðust ekki lyfjapróf deildarinnar á síðustu leiktíð. Tveimur var ekki refsað þar sem þeir vor með læknisvottorð á meðan eitt málið er enn til rannsóknar. The Athletic greindi frá. Tveimur málum hefur verið lokað endanlega og komst lyfjaeftirlitsstofnun Bretlands [UKAD] að þeirri niðurstöðu að leikmennirnir hefðu ekki brotið neinar reglur. Því fengu þeir að halda áfram að spila í deildinni. Heimildir The Athletic herma að methylphenidate hafi greinst hjá öðrum af leikmönnunum tveimur sem ekki stóðust lyfjapróf á síðustu leiktíð. Er það meðal efna sem finnast í rítalíni, lyf sem er almennt notað af fólki sem glímir við ofvirkni og athyglisbrest eða einfaldlega ADHD. Efnið er samt sem áður á bannlista Alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunarinnar [WADA] þar sem það getur bætt sprengikraft, styrk, orku og úthald. Hinn leikmaðurinn var með methylprednisolone í blóðinu. Það er lyf sem nær oftast er notað við ofnæmis viðbrögðum. Það getur einnig hjálpað íþróttamönnum að æfa oftar og af hærri ákafa. Niðurstöður þriðja efnisins hafa ekki litið dagsins ljós þar sem UKAD ku enn vera að rannsaka málið. Leikmönnunum var ekki refsað þar sem þeir gátu sýnt fram á með læknisvottorði að þeir hafi þurft á téðum efnum að halda á þeim tíma sem þeir greindust. Hefur jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum ensku úrvalsdeildarinnar farið fækkandi með árunum. Tímabilið 2018-2019 voru til að mynda 11 leikmenn sem greindust með efni í blóði sínu sem voru á bannlista WADA.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira