Telja að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:01 Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal. James Williamson/Getty Images Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09
Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00
Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52