Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 12:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02
Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46