Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 13:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53