Þeir sem flytjast til landsins fyrir sjö ára aldur standa vel að vígi í framhaldsskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 10:43 Tölurnar sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að ljúka námi í framhaldsskóla. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum. Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum.
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira